http://geosilica.is/voruthroun/
Hvað mun kísilfæðubótarefnið gera fyrir þig?
FYRIR ALLA
Læknisfræðilegar rannsóknir hafa í síauknum mæli sýnt að kísill er nauðsynlegur fyrir mannslíkamann og spilar sérstaklega mikilvægu hlutverki í heilsu beina. Kísill gegnir veigamiklu hlutverki í framleiðslu vissra tegunda kollagens sem er ein aðaluppistaðan í bandvef. Dæmi um bandvef eru bein, húð, sinar og liðbönd. Ennfremur hefur verið sýnt að kísill myndar tengingar milli nokkurra tegunda risasameinda sem mynda utanfrumuefni bandvefsins og styrkir þannig bandvefinn mjög mikið. Kísilfæðubótarefni er því mikilvægt fyrir heilbrigði bandvefs og sérstaklega beinvefs. Kísill virðist auðvelda líkamanum að koma fyrir öðrum steinefnum í beinvef auk þess að styrkja uppistöðugrindina sem hann myndast í. Sýnt hefur verið fram á að kísill er nauðsynlegur til að líkaminn geti komið fyrir öðrum steinefnum í beinum, s.s. kalki og er því afar mikilvægt að taka inn kísilfæðubót samhliða kalki.
http://geosilica.is/voruthroun/