laugardagur, 27. desember 2014

Daglegt líf - minning

Geisladiskurinn minn Daglegt líf kom í búðir núna í ágúst.
Minning er vinningslag á Ormsteiti Egilsstöðum 2011. Slow waltz.
Vilhjálmur Guðjónsson útsetti, Íris Guðmundsdóttir syngur bakraddir ásamt Vilhjálmi.

Texti er eftir Dagbjart Sigursteinsson og lagið eftir Íris Eddu Jónsdóttur.




miðvikudagur, 16. apríl 2014

Silica -kísill, meiri fróðleikur, frábær grein

Mér var bent á þessa síðu.  Hve silica er mikilvægt næringarefni fyrir okkur öll.

http://geosilica.is/voruthroun/

Hvað mun kísilfæðubótarefnið gera fyrir þig?
FYRIR ALLA
Læknisfræðilegar rannsóknir hafa í síauknum mæli sýnt að kísill er nauðsynlegur fyrir mannslíkamann og spilar sérstaklega mikilvægu hlutverki í heilsu beina. Kísill gegnir veigamiklu hlutverki í framleiðslu vissra tegunda kollagens sem er ein aðaluppistaðan í bandvef. Dæmi um bandvef eru bein, húð, sinar og liðbönd. Ennfremur hefur verið sýnt að kísill myndar tengingar milli nokkurra tegunda risasameinda sem mynda utanfrumuefni bandvefsins og styrkir þannig bandvefinn mjög mikið. Kísilfæðubótarefni er því mikilvægt fyrir heilbrigði bandvefs og sérstaklega beinvefs. Kísill virðist auðvelda líkamanum að koma fyrir öðrum steinefnum í beinvef auk þess að styrkja uppistöðugrindina sem hann myndast í. Sýnt hefur verið fram á að kísill er nauðsynlegur til að líkaminn geti komið fyrir öðrum steinefnum í beinum, s.s. kalki og er því afar mikilvægt að taka inn kísilfæðubót samhliða kalki.
http://geosilica.is/voruthroun/

þriðjudagur, 8. apríl 2014

Minning um gamlan vin!

Ég kvaddi vin minn 6.janúar á þessu ári.  Hann hét Capri. Mikið afskaplega var erfitt að sleppa hendinni af honum.  Hann veitti mér svo mikin styrk í gegnum árin, samt þurfti ég að eyða slatta af pengingum til að fá hann til að vera memm. Við áttum líka okkar slæmu stundir í gegnum árin, ég þoldi hann ekki en samt gat ég ekki án hans verið að mér fannst.  Hann reyndist mér sérstaklega vel á morgnana að mig svimaði og um mig fór sæluhrollur eftir að ég hafði farið út með honum.
Fólk talaði stundum um það að það væri lykt af mér eftir að við höfðum verið saman, ég fann það ekki sjálf og fannst mér alltaf óþægilegt að fólk skyldi tala svona.
Núna þremur mánuðum seinna þá er ég að átta mig á því að Caprí var engin vinur í raun, hvaða vinur er það sem maður þarf að borga fyrir að vera með manni? Hvaða vinur er það sem angar svo illa að það smitar alla sem koma nálægt honum?

Bless Caprí.  Ég sakna þín pínu en ég veit að ég á eftir að líta til baka  seinna og þá mun ég ekki skilja mig hvað ég hef verið að hugsa undanfarna áratugina.

þriðjudagur, 28. janúar 2014

Heklaður ungbarna kjóll.

Þennan kjól heklaði ég fyrir þó nokkru.  Hann er á ca. 6 mán.  Ég notaði enga uppskrift.  Bara eftir hendinni.



Hekluð barnahúfa, crocheted children cap

Átti afgangs garn frá Europrise og heklaði þessa fallegu húfu á eitt barnabarnið mitt.  Engin uppskrift.  Kom svona fallega út.Mynstrið kemur svo vel út.  Ótrúlegt hvað hægt er að gera úr svona afgangs garni.


laugardagur, 18. janúar 2014

Prjónaður skokkur.

Þennan skokk var ég að klára að prjóna á mig.  Úr tvöföldum plötulopa.  Ég bara elska íslensku ullina. Smellpassar á mig eins og myndirnar sýna.