þriðjudagur, 28. janúar 2014

Heklaður ungbarna kjóll.

Þennan kjól heklaði ég fyrir þó nokkru.  Hann er á ca. 6 mán.  Ég notaði enga uppskrift.  Bara eftir hendinni.



Hekluð barnahúfa, crocheted children cap

Átti afgangs garn frá Europrise og heklaði þessa fallegu húfu á eitt barnabarnið mitt.  Engin uppskrift.  Kom svona fallega út.Mynstrið kemur svo vel út.  Ótrúlegt hvað hægt er að gera úr svona afgangs garni.


laugardagur, 18. janúar 2014

Prjónaður skokkur.

Þennan skokk var ég að klára að prjóna á mig.  Úr tvöföldum plötulopa.  Ég bara elska íslensku ullina. Smellpassar á mig eins og myndirnar sýna. 

sunnudagur, 12. janúar 2014

Krókudílahekl sjal. Crocodile crochet shawl.

Heklað krókudílasjal
Byrjaði fyrir ca. 2 árum á þessu sjali.  Krókudíla hekl er seinlegt og ég er ekki enn búin með það.  Ég nota einfaldan plötulopa og hef svartan alltaf á milli og er með skæru neónlitina á milli, appelsínugulan, bleikan og grænan.  Kemur mjög skemmtilega út.  Veit ekki hvenær ég klára en það er ekki á stefnuskrá minni að svo stöddu.

miðvikudagur, 1. janúar 2014

Heklaðir herravettlingar, Crocheted mittens




 Ég nældi mér í uppskrift af barnavettlingum hekluðum úr bókinni María Heklubók, fannst þetta svo sniðugt og auðvelt að ég ákvað að hekla dömuvettlinga á mig sem ég og gerði. Ég stækkaði uppskriftina.  Nú svo ákvað ég að hekla vettlinga á strákinn minn og hér er afraksturinn.











 Ég hafði stroffið mun lengra og það er alveg eins og stroffið sé prjónað sl. og br. Ég hafði líka lengra að þumli.  Vafðist reyndar fyrir mér hvernig ég ætti að gera hann en svo small þetta allt saman.  Dásamlega hlýir úr tvöföldum plötulopa.