miðvikudagur, 1. janúar 2014
Heklaðir herravettlingar, Crocheted mittens
Ég nældi mér í uppskrift af barnavettlingum hekluðum úr bókinni María Heklubók, fannst þetta svo sniðugt og auðvelt að ég ákvað að hekla dömuvettlinga á mig sem ég og gerði. Ég stækkaði uppskriftina. Nú svo ákvað ég að hekla vettlinga á strákinn minn og hér er afraksturinn.
Ég hafði stroffið mun lengra og það er alveg eins og stroffið sé prjónað sl. og br. Ég hafði líka lengra að þumli. Vafðist reyndar fyrir mér hvernig ég ætti að gera hann en svo small þetta allt saman. Dásamlega hlýir úr tvöföldum plötulopa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli