|
Heklað krókudílasjal |
Byrjaði fyrir ca. 2 árum á þessu sjali. Krókudíla hekl er seinlegt og ég er ekki enn búin með það. Ég nota einfaldan plötulopa og hef svartan alltaf á milli og er með skæru neónlitina á milli, appelsínugulan, bleikan og grænan. Kemur mjög skemmtilega út. Veit ekki hvenær ég klára en það er ekki á stefnuskrá minni að svo stöddu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli