þriðjudagur, 13. mars 2012

Blaut þæfing

Ég fór á námskeið um daginn í blaut þæfingu og varð heltekin.  Hef ekki komist reyndar í að þæfa neitt þar sem ég er að klára skólann núna í lok mars en þá ætla ég að fara á fullt. Hef fullt af hugmyndum og ætla að fikra mig áfram.  Hef verið að skoða inn á netinu og fá hugmyndir.  T.d hatta væri gaman að prófa, Er bara ekki alveg að átta mig á stærð sniðsins sem ég þarf að gera.  Ef einhver er með einhver mál þá væri það vel þegið.  Nú svo töskur allskonar.   Ég hlakka til bara við tilhugsunina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli