sunnudagur, 16. september 2012

Lopapeysa á strákinn.

Þessi peysa er prjónuð eftir uppskrift úr prjónablaðinu Ýr.  Notaði tvöfaldann lopa.  Afskaplega einföld.  Fyrirstætan er sonur minn sem fékk þessa peysu.




fimmtudagur, 14. júní 2012

Barflugan

Hér er sýnishorn af þeim heimilisiðnaði sem ég og maðurinn minn erum að sinna. Lagið er eftir mig og textinn eftir hann Viðar minn.
http://www.youtube.com/watch?v=M0bFoPn0VZo

Þetta er country lag og textinn er mjög skemmtilegur.

mánudagur, 19. mars 2012

Ég hef verið að vafra um netið og sankað að mér fullt af skemmtilegum síðum allt er varðar hannyrðir ýmiskonar. http://members.peak.org/~spark/felt_artist_links.htm
þetta er síða með fullt af listamönnum  sem eru að gera ýmislegt með þæfingu á ull.

Þessi síða er með hugmyndir af þæfðum töskum. http://www.ionaloyola.com/Purses.html

sunnudagur, 18. mars 2012

Prjónaður kjóll úr eingirni. Knitted Dress

 Þetta er kjóll sem ég prjónaði á mig, byrjaði á 600 lykkjum og tók það mig 2 mánuði að prjóna hann.  Að mig minnir notaði ég prjóna nr. 5 eða 4. Mér finnst hann ekki klæða mig svo hann er bara geymdur upp í skáp.
Litasamsetning er mjög góð.  Allt uppáhalds litirnir mínir. Svartur, grár og vínrauður.

fimmtudagur, 15. mars 2012

Þæfður heklaður hattur!

Þæfður heklaður hattur. Uppskriftin er úr bók og hef ég verið að þreifa mig áfram.  Ég setti blóm á einn hattinn og svo frv.  Búin að gera nokkra svona, mér finnst þetta flott.

Pjónað langsjal! Knitted shawl

Þetta glæslega langsjal prjónaði ég eftir gamallri prjónauppskrift úr einblöðungi, ég held ég hafi byrjað 8 sinnum á henni og alltaf vitlaust, það vantaði nefnilega kommur og slíkt í uppskriftina og tók þetta mig mánuð að prjóna.  Munstrið er 8 blóm og er dálítið vesen en þetta hafðist og ég er búin með tvö svona sjöl.

þriðjudagur, 13. mars 2012

Blaut þæfing

Ég fór á námskeið um daginn í blaut þæfingu og varð heltekin.  Hef ekki komist reyndar í að þæfa neitt þar sem ég er að klára skólann núna í lok mars en þá ætla ég að fara á fullt. Hef fullt af hugmyndum og ætla að fikra mig áfram.  Hef verið að skoða inn á netinu og fá hugmyndir.  T.d hatta væri gaman að prófa, Er bara ekki alveg að átta mig á stærð sniðsins sem ég þarf að gera.  Ef einhver er með einhver mál þá væri það vel þegið.  Nú svo töskur allskonar.   Ég hlakka til bara við tilhugsunina.